Vonir og vonbrigði: Ágústpistill um leikhús

Sitt hvað getur hrellt einn leikhúsgest sem misst hefur sakleysið en hlakkar eigi að síður til að njóta sýningar á virtum leikverkum liðinna tíma. Og mér urðu sýningar liðins leikárs á Mávinum og Hver er hræddur við Virginiu Wolf í Borgarleikhúsinu, og Sporvagninum Girnd í Þjóðleikhúsinu allar vonbrigði. Rómaður erlendur leikstjóri, Yana Ross, heimsótti Borgarleikhúsið […]

Forsetakosningar og hin langa niðursveifla

Nú um stundir beinast augu heimsbyggðarinnar að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tveir frambjóðendur hafa öðrum fremur skorið sig úr hópnum og vakið mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð: Donald Trump og Bernie Sanders. Þeir tveir eru vissulega gjörólíkar persónur og ekki hægt að leggja þá að jöfnu, en þrátt fyrir það má greina viss líkindi í […]

Af röngunni í Ríó

Karnaval í Ríó, Kristur á Corcovado og Öskudagur í snjó Það ríkir yfir nóttinni vogskorin fjallalína, falleg og myndræn og söngurinn ómar í transkenndum rythma, sóttheit nótt og upplýstur Endurlausnarinn með faðm sinn eins og stjörnuþoka af táknum að brjóta sér leið inn um dáleidd augu fjöldans á Sambódróme þar sem sjötíu þúsund manns trampa […]

Ritstjórnarpistill: Að deila list og deila um list

Ég veit ekki hvort deildu.net eða Piratebay eru réttu aðilarnir til að útdeila – eða græða á 1 – ókeypis menningarafurðum, en mér finnst stundum einsog gagnrýnin á dreifinguna (eða þjófnaðinn) gangi meira og meira út á að menningarafurðir megi bara alls ekki vera ókeypis, og það sé einfaldlega frekja að krefjast aðgengis (altso: menningin tilheyrir […]

Anarkismi, menningararfur, torfhús

Í þessum pistli mun ég ræða um mikilvægi þess að innleiða hugmyndir um anarkisma í umræðu um menningararf. Hugað verður að því hversu nauðsynlegt það er að spyrða hugmyndir um anarkisma saman við orðræðu um menningararf m.a. til að skilja betur hugtakið um menningararf og möguleika þess. Ég mun ræða þetta með sérstakri tilvísan í […]

Leikhúsmál – annar hluti

Leikhús er listform sem við í vestrænni menningu kynnumst mörg hver frá blautu barnsbeini í einni eða annarri mynd. Líka þar sem leikhúsaðsókn er sögð vera afar lítil, eins og sums staðar í Mið-Evrópu. Það að almenningur í löndunum þar sækir ekki LEIKHÚS merkir ekki endilega að almenningur sæki ekki leikhús. Í langflestum skólum í […]

Ritstjórnarpistill: Opnun

Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]

Ritstjórnarpistill: Lokun

Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]

Leikhúsmál – fyrsti hluti

Leikhús er eitt þeirra hugtaka, sem allir vita hvað merkir, en það getur vafist fyrir manni að skilgreina í þaula hvað orðið í rauninni þýðir. Samt eru til pottþéttar skilgreiningar á fyrirbærinu leikhús, svo haldgóðar að þeim verður næstum ekki mótmælt. Eric Bentley, leikritahöfundur, leikstjóri og einhver afkastamesti leikhúsrýnir síðustu aldar á Vesturlöndum, sagði til […]

Listaverk er ekki hlutur, það er lífið

Inngangur að bókinni Foucault – þrír textar

Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er ágætt að minnast Michel Foucault sem lést fyrir einmitt þrjátíu árum síðan af völdum alnæmis. Heimspeki var ekki aðeins stundir á bókasafni, kennsla eða háspekilegar rökræður fyrir honum, heimspeki var lífið. Hann vildi skilja hvaða hugmyndastraumar skilyrðu hugsanir hans og hvernig hann gæti […]

Þegar skynsemina dreymir

„Þegar skynsemin sefur fara óargadýrin á kreik,“ segir Francisco Goya í Kenjunum, textanum við ætingu númer 43. Myndin er flóknari en virðist við fyrstu sýn og hún kann að vera ósammála textanum, því kvikindin sem flögra upp af sofandi skynsemisverunni, Goya sjálfum, eru annars vegar leðurblökur – myrkrið, illskan – og hins vegar uglur. Eru […]

Skjaldborg: ¡Vivan las Antipodas!

Victor Kossakovsky er heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár

Skjaldborg er eitt af segulmögnum Vestfjarða þegar sumarvertíðin hefst og viðeigandi þegar sumarlangar nætur í ægifögru landslagi að fegurðarfíkillinn Kossakovsky sé aðalgestur hátíðarinnar. Það var ekki laust við að hin háleita fegurðarumræða og ofurrómantík sem tröllríður listþönkum landans fengi sinn skerf beint í æð á opnunarmynd hátíðarinnar, ¡Vivan las Antipodas! eftir Kossakovsky. Þessi mynd hans […]

Fréttabréf myndlistarmanna: Hoppað af gleði

Framsóknarflokkurinn fagnaði því að frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána var samþykkt sem lög á Alþingi hoppandi af gleði. Slík tjáning er óalgeng innan listheimsins, og hefur ekki orðið vart við hana þó að listin starfi vissulega af heilum hug með „hópa samfélagsins“ og „almenning“ í huga. Listin „means business“ eins og hún hefur sýnt […]

Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd

„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]

Af furðulegum sögum í stafrænum heimi

Kastali Otrantos eftir Horace Walpole sem kom út árið 1764 er talin vera fyrsta gotneska sagan. Í sögunni mættust annars vegar hefðir riddarabókmennta og rómantísku stefnunnar og hins vegar hið framandlega og forboðna. Walpole sagði að markmið hans hefði verið að sameina rómantík miðaldabókmennta, sem hann taldi of framandi, og nútímabókmenntir, sem honum fannst of […]

Rigningarvatn

List er kapítal. Tjáning, innra líf og sköpun er kapítal. Samfélagskipan eins og við þekkjum hana byggist á verkaskiptingu sem byggist á arðráni og misskiptingu. Sú verkaskipting þar sem sérstakir listamenn eru starfandi, framleiðandi tjáningu, innra líf og sköpun, á meðan hinir djöflast í verksmiðjunni – byggist á arðráni og misskiptingu. Mýtan um listamanninn þrífst […]

Plokkfiskur er ekki bara nauðsynlegur hann er líka hættulegur

Fyrsti kafli í plokkfiskbókinni

Plokkfiskur er verkamannamatur og einsog allur slíkur matur er hann heilagur. Hann tekur endalaust við – einsog Kristur og einsog hafið. Hann tekur við afgöngum úr ísskápnum og það er hægt að plokka upp á nýtt úr leifunum af honum sjálfum. Það veit heldur enginn hvar hann hefst og hvar hann byrjar. Hann hafnar öllum […]

Hvað er fegurð? – 8. svar

Líkt og hafið eru fegurð og ljótleiki duttlungafyllri og máttugri en mannskepnan. Þau hrífa, hræða, víma, gefa og taka. Hvorki maðurinn né siðferði hans fær beislað þessi samrýmdu öfl. Og það þó tilvera þeirra eigi sér fyrst og fremst stað í huga mannsins. Steinunn Gunnlaugsdóttir fremur stundum list. Starafugl bað sextán listamenn úr ólíkum listgreinum […]

Hvað er fegurð? – 7. svar

Hvað er þessi fegurð? Ég virðist ekki skynja fegurð fyrr en löngu seinna. Finn þá hvernig máttleysið hellist yfir mig er ég reyni að endurtaka fegurðina, sem enginn annar hefur upplifað og enginn annar skilur. Það vonleysi er fyrir mér óaðskiljanlegt frá fegurðinni. Ef ég gef mér það að fegurð sé bundin reynslu og athugun […]

Ritstjórnarpistill: Vill einhver elska … ?

Hvað gerir maður við leikara sem maður ætlar ekki að nota lengur? Í vikunni sagði Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, upp þremur leikurum – þar af tveimur á barmi eftirlaunaaldurs – og réði sex aðra til starfa. Í viðtali sagði Kristín að uppsagnirnar hefðu ekkert með aldur að gera heldur snerust um endurskipulagningu leikhópsins í […]

Hvað er fegurð? – 6. svar

Ein uppskrift að fegurð er að blanda saman einhverju „sætu“ og „ljótu“. Dæmi: háar sópranraddir og falskar blokkflautur. Eða kattabreim og steel guitar og toppa það svo með hörputónum. — Hafdís Bjarnadóttir er tónlistarmaður. Starafugl bað sextán listamenn úr ólíkum listgreinum og á ólíkum aldri að svara til um afstöðu sína til fegurðarinnar. Svörin munu […]

Hvað er fegurð? – 5. svar

Einhverra hluta vegna hugsaði ég um stóran villiskóg þegar ég var beðinn um að lýsa fegurðinni. Ég myndi vera nakinn og hlaupandi í leit að einhyrningum, myndi búa með bóhemískum dvergum og kannski myndi ég vekja fegurðina hvar sem hún sefur … En svoleiðis útskýring er alltof ævintýraleg og persónuleg til að koma hugmyndum mínum […]

Hvað er fegurð? – 4. svar

Ég og frænka mín Katrín Ásmundsdóttir erum með útvarpsþáttinn Kynlegir kvistir. Þar fjöllum við um ýmiss málefni er tengjast kynjafræði og kynlífi. Okkur barst póstur sem er eitt það fallegasta sem ég hef séð og snerti mig mjög. Hann var mjög einlægur og staðfesti trú mína á að allt er fallegt. Karlmaður – Gay eða […]

Hvað er fegurð? – 2. svar

  „Fegurra en hið fagra eru rústir hins fagra“. – Auguste Rodin Að fjalla um fegurðina er álíka hættulegt og að ganga inn á jarðsprengjusvæði þar sem ekkert bil er milli sprengja. Maður er dauðadæmdur í hverju skrefi. Vinur minn sagði að þegar maður segði eitthvað vera fallegt, þá hyrfi fegurðin. Það er eitthvað til […]

Hvað er fegurð? – 1. svar

… fegurðin er tilfinning … pack dýr erum við … síháð flæðinu með hinum dýrunum varðandi tilfinningaveður vor. Fegurðin er dómur og mæling nátengd goggunarröð. Mannapar/öpur sem litla virðing fá þjást af taugaveiklunar vanlíðan sem lætur þá fá hátt kólesteról og millirifjaspik, æðakölkun, allan pakkann. Verða sjúk-ljótir auðvitað svo að enn skrúfast vanlíðan þeirra upp. […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

Taka boltann, takk takk

Það er svo mikið talað um þann íslenska ósið þessa dagana að farið sé í manninn en ekki málefnið og því þakka ég Starafugli fyrst og síðast fyrir að vera farvegur umræðu, misgildishlaðinnar, um hlutverk menningar í samfélaginu og hvernig t.d. sé hægt að spyrða saman hugtakið þjóð og leikhús svo vel sé. Í þakkardebatt […]

Takk, Kristinn

Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]

Takk, Snæbjörn – Part II

Það er einn annar punktur sem mig langar til að nefna. Athyglisverðasta greiningin í grein Snæbjörns er innan sviga. Hún er eiginlega hvísluð. Nefnd í framhjáhlaupi, í einhverri allt annarri umræðu. En þessi greining er stórmerkileg. Því verður vart komið í orð hvað hún ávarpar mikið aðalatriði. Bleika fílinn í íslenskri leikhúsmenningu. (það er óopinbert […]