Málþing um finnska rithöfundinn Tove Jansson í Norræna húsinu sunnudaginn 9. nóvember kl. 13:00-15:00.
Málþingið markar opnun Norrænu bókasafnavikunnar 10.-16. nóvember 2014.
Dagskrá:
Opnun Norrænu bókasafnavikunnar og tröllateikning Brian Pilkington kynnt.
Stefán Pálsson veltir fyrir sér hverjar séu flottustu sögurpersónurnar í Múmíndal.
Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um Tove sem myndlistarmann.
Salka Guðmundsdóttir fjallar um skáldverk sem Tove skrifaði fyrir fullorðna.
Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir fjallar um þýðingar sínar á Múmínbókum.
Vera Illugadóttir veltir upp annari hlið á veröld Múmínálfanna.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Málþingið er í boði bókasafns Norræna hússins og Norræna félagsins.
Sýning í Barnahelli um Tove og Múmínálfana sem verður opin allan nóvembermánuð.
Aalto Bistro veitingastaðurinn í Norræna húsinu, tekur þátt í Norrænu bókasafnavikunni með því að hafa á boðstólnum ýmislegt sem Múmínmamma hefði boðið gestum sínum.