Þriðja og síðasta bókin, Saga eftirlifenda: Níðhöggur, er þétt og löng (um 570 bls.), og því er framleiðslukostnaðurinn ansi hár. Hinar tvær bækurnar, Höður og Baldur og Heljarþröm, eru nánast uppseldar og nauðsynlegt er að endurprenta þær — þá fyrstu í fimmta skiptið — sem er að sjálfsögðu jákvætt, en það þýðir þó að sú samanlögð fjárhæð sem ég þarf að leggja út fyrir prentun er svo há að fáir sjálfstæðir útgefendur, eins og ég, myndu ráða við hana.