Prófessor Dagný Kristjánsdóttir og rithöfundarnir Ole Dalgaard (Danmörk) og Mårten Melin (Svíþjóð) setja tabú í barnabókmenntum í samhengi við tíðaranda. Um hvað má fjalla í barnabókum nú til dags sem áður var tabú? Hvaða bannorð eru enn í gildi? Má merkja breytingar þar á?
Málstofa um línudans sem margir barnabókahöfundar þurfa að stíga þegar þeir fjalla um viðkvæm málefni. Málstofan fer fram á ensku.
Ráðstefnan fer fram í Norræna húsinu á laugardaginn klukkan 15.