Guðrún er mögnuð í krefjandi hlutverki sínu sem Herra. Sterkur texti bókarinnar hjálpar til hvað það varðar, enda mögnuðustu tilþrif verksins að finna í orðum Hallgríms úr bókinni sjálfri, sem er á stundum eins og hárbeittir rýtingar. Hápunkti frábærs leiks Guðrúnar er náð þegar hún fer með einhverja áhrifaríkustu einræðu sem hefur verið flutt hér á landi síðustu ár. Þar nýtur texti Hallgríms sín einnig vel og verður að ljóslifandi myndum í huga áhorfenda.