Pálína Magnúsdóttir, forstöðumaður Borgarbókasafns, segir slæmt að ríkið hafi lækkað greiðslurnar og telur best að hækka þær aftur. „Ég verð að segja það að þetta hlýtur að vera hluti af launakjörum rithöfunda að fá greiðslur úr þessum sjóði og tryggja það að allir geti þá haft aðgang að þessu lesefni.“
Pálína segir mikilvægt að allir hafi aðgang að lesefni sama hvernig fjárhag þeirra er ætlað. „Bókasöfn eru tæki til að jafna það aðgengi og jafna aðgengi að upplýsingum í landinu.“