„Að því sögðu þá skiptir það verulegu máli að konur tjái sig um tónlist, því þó við höfnum þeirri miklu áherslu sem lögð var á það í annarri kynslóð femínisma að reynsluheimur og menning kvenna sé verulega frábrugðin reynsluheimi og menningu karla, þá er munur og þó hann fari minnkandi, þá mun hann seint hverfa. Frá því sjónarhorni er mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist í allri umræðu, þar með talið umræðu um tónlist. Það eru og fleiri svör við spurningunni um tilgang þess að konur taki þátt í opinberri umfjöllun og umræðu um tónlist, fjöldamörg svör reyndar, en ég læt nægja að nefna eitt til viðbótar: Það er mikilvægi þess að stúlkur eigi fyrirmyndir, sjái konur sem semja og flytja tónlist og taka þátt í umræðum um tónlist.“
Árni Matt skrifar um kyn og dægurtónlist.
via Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*.