Næsta fimmtudag verður tilkynnt um nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum. Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.
Suður-afríski rithöfundurinn og aktífistinn Nadine Gordimer hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1991. Í viðtalsbútinum hér að ofan ræðir hún um þýðingu þess að alast upp hvít í svörtu samfélagi. Nadine Gordimer lést fyrr í ár, þann 13. júlí.