Árlegt listamannaþing og aðalfundur Félags vestfirskra listamanna fer fram á veitingastaðnum Talisman á Suðureyri laugardaginn 11. október. Þema þingsins í ár er kynning og markaðssetning. „Þemað er sannarlega eitthvað sem listamenn þurfa flestir að huga mikið að í starfi sínu. Sérstakir gestir þingsins og fyrirlesarar eru Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Friðrika Benónýsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, og Jón Páll Hreinsson, verkefnastjóri hjá Atvest. Öll hafa þau mikla þekkingu á efninu og verður fróðlegt að heyra hugmyndir þeirra og vangaveltur um þennan mikilvæga þátt sem kynning og markaðssetning er sannarlega orðin í listinni í dag,“ segir í tilkynningu.
via BB.is – Frétt.