Ingvi Þór Kormáksson skrifar um Stundarfró

Arinbjörn lifir á frægð sem hann hlaut fyrir sína fyrstu, og hingað til einu, ljóðabók en hefur ekki getað komið stafkrók á blað síðan. Hann lifir á snöpum frá útgefanda sínum og íhlaupakennslu. Örlög hans ráðast í Borginni við sundin eins og örlög fleiri ungra íslenskra skálda á fyrri tíð.

Þetta er afskaplega lipurlega rituð bók, sannkallaður skemmtilestur. Það er gott flæði í textanum. Ein hugmynd tengist annarri á átakalausan hátt og ný sjónarhorn verða til.

via Bókmenntir.is – 1989 – Stundarfró eftir Orra Harðarson í umfjöllun Ingva Þórs Kormákssonar.