Ljóðlist er ekki lúxus | RÚV

„Í öðrum kafla Utangarðssystur, sem heitir Ljóðlist er ekki lúxus skilgreinir Lorde hvað hún á við með ljóðlistinni og kemur í ljós að ekki aðeins lítur hún þessa tjáningu sem hálf-mystíska birtingamynd tilfinninganna heldur er ljóðlist einnig fyrir hennar öll sú tjáning í orðum sem að nær að nefna þessa tilfinningu í maganum. Að ná að nefna þær hugmyndir sem maður hefur um heiminn er ljóðlist fyrir henni. Lorde  var ötul baráttukona þeirra sem minna mega sín og hafa verk hennar haft mikil áhrif inna slíkra fræða. Og sérstaklega þeirra fræða og heimspeki sem telja það mikilvægt að leyfa einhvers konar flæði tilfinninga að hafa áhrif í fræðum við að skilja og túlka heiminn og samfélagið.“

Nanna Hlín fjallar um Audre Lorde via Þriðji maí pistill Nönnu Hlínar | RÚV.