Joey Bada$$ er frábær rappari

Tónlist vikunnar: Það er komið sumar, svona næstum. Hlustaðu á Joey Bada$$

Góðan dag og velkomin til fyrstu tónlistar vikunnar sem vefritið Starafugl birtir á föstudegi. Hvílík bylting fyrir humar! Til þessa hefur tónlist vikunnar aðallega samanstaðið af ótrúlega löngum viðtölum við tónlistarfólk (tvo stráka og eina stelpu) og grein um mann sem semur lög um allt sem er til í heiminum (hann er strákur) og grein […]

Skapandi goðsögn: 20.000 days on Earth

Guðfræðileg orðræða um nýja heimildamynd um Nick Cave

Höfundarverk tónlistarmannsins og kúltúrgoðsagnarinnar Nicks Cave er óneitanlega margslungið og víðfeðmt. Nýjasta púslið í heildarmyndina vekur upp mun fleiri spurningar en það svarar – enda heimildarmynd með nýstárlegu sniði sem felur í sér endursögn, editeringu og mythologiseringu, á hugarheimi sem er skapaður úr atburðum í lífi og innblásnum texta listamannsins um sjálfan sig. Það má […]

Jarðhnik og flekaskil í Hörpu

Tónlistarhátíðin Tectonics fór fram í þriðja sinn hér á landi dagana 10.-12. apríl sl. Listrænn stjórnandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar er Ilan Volkov, en hann hefur jafnframt gegnt starfi aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin ár. Líkt og áður var Sinfóníuhljómsveitin í lykilhlutverki á hátíðinni ásamt fjölda listamanna sem þar kom fram. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár var bandaríska […]

Tónlist vikunnar: „Heimurinn er skemmtilegri þegar hann er takmarkalaus og lifandi“

- ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ STEINUNNI Í DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIPI, SKELKI Í BRINGU OG SPARKLE POISON (OG HÚN GERIR LÍKA MYNDLIST)

Steinunn Eldflaug Harðardóttir hefur í sér einhverja svona orku sem er mjög mikilvæg og skemmtileg, og sem skilar miklu til nærumhverfisins. Hún er líka mjög ævintýragjörn í allri listsköpun og þræðir grensuna eins og sérstakur sérfræðingur. Ég sá hana fyrst koma fram með hljómsveitinni Skelkur í bringu í gamladaga og var bara „vá, rosalegt!“ Og svo fór […]

Reykjavíkurdætur á Harlem

Einhvern tímann í byrjun árs 2012 skrifaði ég grein um ákveðna krísu sem mér fannst íslensk feminísk umræða vera í. Inntakið í greininni var það að kröfurnar sem verið var að setja fram væru of hófsamar – mér fannst eins og krafan væri að konur fengju bara hlutdeild í völdum karla: fengju að leika með […]

Hvað er fegurð? – 6. svar

Ein uppskrift að fegurð er að blanda saman einhverju „sætu“ og „ljótu“. Dæmi: háar sópranraddir og falskar blokkflautur. Eða kattabreim og steel guitar og toppa það svo með hörputónum. — Hafdís Bjarnadóttir er tónlistarmaður. Starafugl bað sextán listamenn úr ólíkum listgreinum og á ólíkum aldri að svara til um afstöðu sína til fegurðarinnar. Svörin munu […]

Gunnar Ragnarsson

Tónlist vikunnar: Sjálfhverfa frontmannsfíflið talar!

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ GUNNAR RAGNARSSON, GRÍSALAPPALÍSUNG)

Rokksveitin Grísalappalísa er með því skemmtilegra sem árið 2013 færði íslendingum. Virðast íslendingar almennt hallir undir þá skoðun, enda hafa hljómsveitarlimir ekki haft undan því að taka við allskonar viðurkenningum og svoleiðis upp á síðkastið. Þótti mér því kjörið að senda Gunnari Ragnarssyni, öðrum söngvara sveitarinnar, tölvupóst með nokkrum spurningum sem gaman væri að fá […]

Hvað er fegurð? – 4. svar

Ég og frænka mín Katrín Ásmundsdóttir erum með útvarpsþáttinn Kynlegir kvistir. Þar fjöllum við um ýmiss málefni er tengjast kynjafræði og kynlífi. Okkur barst póstur sem er eitt það fallegasta sem ég hef séð og snerti mig mjög. Hann var mjög einlægur og staðfesti trú mína á að allt er fallegt. Karlmaður – Gay eða […]

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

Tónlist vikunnar: Duglegasti tónlistarmaður í heimi

Internetið fer stundum ægilega í taugarnar á mér, eins og líklega flestum sem höngsuðu eitthvað á jörðinni áður en það varð til (eða þúveist, meðan það samanstóð bara af einhverjum vísindamönnum og rólpleinördum að skiptast á ASCII klámi). Yfirleitt finnst mér internetið samt frábært – og þá sérstaklega þegar ég hitti þar fyrir fólk eins […]

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]

Hljómsveitin Skakkamanage æfir

Tónlist vikunnar: Þessi nýja Skakkamanage plata er frábær

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL)

Ég fékk tölvupóst um daginn frá hljómsveit sem vildi láta mig vita að hún hefði gefið út plötu. Svoleiðis er tiltölulega algengt, ég er af einhverjum ástæðum á alveg nokkrum póstlistum fólks sem gefur út plötur og fæ því reglulega tíðindi í innhólfið þegar plötur koma út. Það er ágætt, ég er mikill áhugamaður um […]

Augu þín sáu mig ekki

Hugleiðing um útsendingu Goldfrapp, „Tales of Us, Live from Air Studios,“ þriðjudaginn 4a mars í Cameo bíóhúsinu, Edinborg

Ég fór á tónleika í bíó. Eða réttara sagt á bíómynd sem var eins og safn tónlistarmyndbanda sem var sýnd á undan beinni útsendingu af tónleikum sem varpað var upp á kvikmyndatjald. Það sem tengdi þetta alltsaman var tónlistarkonan Alison Goldfrapp. Hún lék í öllum stuttmyndunum sem búnar höfðu verið til við tónlistina hennar af […]

„Allir eiga sannleikann skilið“ – viðtal við Sindra Eldon

Árið 2006 var ég beðinn um að hýsa mann sem ætlaði að koma á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, á Ísafirði. Líklega var það einhver í ritstjórn Reykjavík Grapevine sem spurði því maðurinn var tónlistargagnrýnandi á þeirra vegum, 23 ára strákur sem var þegar bæði „gamall í hettunni“ og alræmdur fyrir að segja skoðun […]

Rýni: Diskóeyjan

Eini raunverulegi vendipunktur sögunnar kemur ekki fyrren diskurinn er að verða búinn; boðskapurinn – að allir eigi að vera hressir og fallegir – er allavega siðlaus og áreiðanlega smitandi (börnin verða siðblind af því að hlusta á þetta og munu aldrei geta tekist á við heimsins harm, nema í besta falli af sjálfelsku og yfirlæti); […]