P Í R A M Í D I

Það er svolítið sem djassarar gera sem vantar í fleiri þætti lífsins, það er að hleypa hverjum einstaklingi liðsheildarinnar í brennidepilinn og klappa eftir hvert sóló. Þetta þyrfti að sjást í matvöruverslun, við kassann þegar hinn ungi Hassan skannar með snilldarbrag, eins og Tom Cruise blandar drykk í Coctail. Það hafa fæstir þvílíkt starpower og […]

-án titils-

Er orðinn góður bara, svona um það bil einn og hálfur maður og tvær konur. Mér finnst þetta lofandi og þetta ískur er dáleiðandi. Enda ekkert sem flækir málin nema kannski tunglið sem malar í sífellu og sýgur upp í nefið, þunglynt tungl sem veit ekki hvað bíður þess við sólarupprás. En mér finnst þetta […]

Úr Bréfum, áeggjunum og hugleiðingum um lífsbrandarann

Kæru bræður í lífsbaráttunni, sannlega segi ég yður … síðustu ár hafa klárlega verið oss þung í skauti. Það er ekkert launungarmál. Sá hermennskuandi er vér stærðum oss af er í upplausn og æsingaeldurinn við magamál, bálköstur sálarinnar slokknaður, úrkulnaður – vér seiðum ekki saman seið í bráð. Ég gjöri heyrinkunnugt … Vér erum orðnir […]

„Heftugur andskoti má það vera“: Stórtíðindi í íslenskum bókmenntum

Magnaður andskoti má það vera hvað skáldskapur og veruleiki geta átt í margslungnu sambandi, furðulegu alltaf hreint, úr forneskjunni til nútímans, dulúðugu jafnvel. Því segi ég það að mér var að berast bréf að handan. Frá átjándu öld. Eða öllu heldur: Það var að finnast stórmerkilegt handrit. Kominn er í leitirnar eini ritaði textinn sem […]

Eiríkur Örn Norðdahl (úr enskri þýðingu Linh Dinh)

Yrkja þrotlaust

Góðar fréttir, mín kæra, ég hef náð mér sýttu ekki, huggaðu mig ekki deildu heldur gleðinni með mér því hvernig ég gladdist að vera lasinn gladdist að vera heill heilsu Ég verð að deila þessari gleði með þér veistu ekki hvernig ég lét þig deila með mér svo mikilli þjáningu og óréttlæti Nú er ég […]

Frjósemi á tímum loftslagsbreytinga

Er hægt að tala um framtíð á tímum loftslagsbreytinga? Má tala um frjósemi og má tala um barneignir? Í okkar menningu er sífellt verið að velta vöngum yfir getnaði manna og dýra. Sum dýr eru æskilegri en önnur og þá stjórnum við getnaði þeirra með skipulögðum landbúnaði. Kristin trú telur að líkami kvenna sé heilagir, […]

Byltingarþrá

Við lifum í byltingum fortíðar maurildi sem skipsskrúfur þyrla og sjást bara að næturlagi þar til við sökkvum til botns Við munum verða jarðlag milli annarra jarðlaga sum okkar steingervingar einhver olía eða gas Mun nokkur sýna okkur á safni eða orna sér við bruna okkar láta okkur lýsa sér leið um nótt þegar tunglið […]

Uppljómun Plónókratesar

1. Sigtryggur sat á klósettinu þegar hann fékk uppljómun: Yfirmaður hans var eðla í gervi manneskju. Það hlaut að vera. 2. Sigtryggur sat við skrifborðið sitt þegar hann fékk uppljómun: Eðlur ættu ekki að ráða yfir manneskjum. Það væri bara ekki rétt. 3. Sigtryggur var að ná sér í þriðja kaffibolla dagsins þegar hann fékk […]

Síðkapítalisminn á tilvist sína undir því að þegnar spyrji ekki spurninga

Eitt af því sem George Orwell skrif­aði í sinni fram­tíð­ar­dystóp­íu, skáld­sög­unni 1984, var að Stóri Bróðir átti allt nema kúbikksentí­metrana innan haus­kúpu borg­ar­anna, og átti við heil­ann. Sú spurn sem aðal­per­sónan Win­ston spyr sig framar öðru er hvort hann geti haft skoðun sem stríðir gegn Stóra Bróður og hvort sú skoðun geti verið rétt – […]

Titill: „algerlega óaðgengilegar“

Fyrir tónleika sína í Laugardalshöll 13. ágúst 2015 fóru meðlimir hljómsveitarinnar Kings of Leon fram á kókosvatn heimalagað íste (ekki of sætt) túnfisksalat kokk sem eldar á staðnum átta tegundir af hvítvíni níu tegundir af rauðvíni súkkulaðihúðuð goji-ber ferskan hummus fimm búningsherbergi fimm sófasett í stíl og Diet DR. Pepper, bæði með og án koffeins […]

Rýtingur (vinnuheiti)

hvar er sængin mín? kallaði barnið hvar er bangsinn? sagði barnið mamma mín! ég heyri ekki puttinn? hreyfist ekki hjartslátturinn sem ég heyrði svo sterkan þegar ég lá á bringu þinni pabbi andardrátturinn sem heyrðist í gær bróðir svo móður þegar við eltum kisu vaknaðu systir! vaknaðu bróðir! þið svarið engu! eruð þið að leika? […]

Sveinbjörn Sigurjónsson / Þorvaldur Þorvaldsson

Internationalinn

Fram þjáðir menn í þúsund löndum, Sem þekkið skortsins glímutök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum, Boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum. Bræður fylkjum liði í dag. Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. :,: Þó að framtíð sé falin grípum geirinn í hönd. Því Internationalinn mun tengja strönd […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Að dreyma aldrei köngulær

Tíminn fellur saman milli vara ókunnugra dagar mínir falla saman ofan í hola pípu bráðum hrynur saman gegnt núna einsog járnmúr augu mín eru byrgð grjótrústum smáklessa af sjónarhornum máir út hvern sjóndeildarhring í andrúmslausri nákvæmni þagnar verður eitt orð til. Þegar óspektarholdið var horfið lá haustloftið að andliti mínu hvasst og blátt einsog nál […]

Glerþak stöðugleikans

  1 Arkítektinn Fótgönguliðar stjórnmála okkar og efnahags eru menn einsog arkítektinn Manolis Vournous. Hann er hávaxinn og grannur, með þykka bauga undir augunum. Honum finnst gott að hafa hluti í röð og reglu. „Ég vil að fólk láti hluti gerast og vil ekki beita þrýstingi, eða að aðrir beiti mig þrýstingi,“ sagði hann mér […]

Jóhann Helgi Heiðdal

Við erum samtímafólk maí ’68

Mig langar að byrja á að spyrja mjög einfaldrar spurningar: hvers vegna er allt þetta tilstand í kringum maí ’68 – greinar, útvarpsþættir, umræður og atburðir af öllu tagi – fjörutíu árum eftir atburðinn? Það var ekkert slíkt í kringum þrítugs- eða tvítugsafmælið. Fyrsta svarið er svartsýnt. Við getum nú minnst maí ’68 vegna þess […]

Vélmenni sem peð – jarðað peð    

Drottningarfórn      (stundum verða leikirnir lífið sjálft)

Og ég var vélmenni sem var peð sem fórnaði sér fyrir drottningu og hélt svo áfram að æsa sig á hliðarlínunni sagði alla hluti umbúðarlaust og kóngafólkið hékk á skákborðinu með vandlætingarsvip og krosslagðar hendur, yfirlæti í svip – í tóni ef það ávarpaði okkur, lýðinn yfir höfuð því almenningur (sem er bara tölur á […]

1. maí

1.maí hefur mátt þola góða og slæma daga hefur mátt þola gott og vont fólk sem hefur misnotað hann á alla kanta hefur mátt þola öll veður aldrei hef ég heyrt hann kvarta alltaf hefur hann mætt ljósbjartur með skær augun full af von alveg sama hvað

Takekki

Hlustist gjarnan í hátölurum eða heyrnatólum. Upphaflega unnið fyrir sýninguna HÁVAÐI II sem opnaði þann 17. júní 2015 í sýningarýminu Ekkisens í Reykjavík. Endurunnið tæpum tveimur árum seinna. Tileinkað Jakobínu Sigurðardóttur (1918-1994).

Kaldakol, brot í lok bókar

Skyndilega heyrðist skært öskur á næsta borði. Kona í dumbrauðum samkvæmiskjól strunsaði út á svalir og fleiri tipluðu í humátt á eftir. Stuttu síðar kom svartklæddur þjónn hlaupandi með slökkvitæki og gerði sig líklegan til að sprauta froðu yfir borðið en hætti við þegar í ljós kom að sökudólgurinn var geitungur sem hafði drekkt sorgum […]

Feðrafúga

Feðurnir fara úr húsi fyrir allar aldir um aldir alda Hafa varla sést í aldaraðir ekki fyrr en þeir birtast aldurhnignir – langt fyrir aldur fram Grönvold Hafstein Hjaltested Norðfjörð Nordgulen og hvað þeir nú heita og lenda hinum megin við götuna – á Grundinni góðu Feðurnir stíga ölduna færandi varninginn heim langt fyrir allar […]

Síðkapítalisminn: Að endurheimta líf sitt – skynsemi og lógík

Mig langar hér að draga upp mynd af því hvernig síðkap­ít­al­ism­inn hefur áhrif á mál­far, hugsun og til­finn­ing­ar. Með­vit­und um þetta efni er nauð­syn­leg ekki aðeins vegna þess að lýð­ræðið er í hættu heldur einnig vel­ferð­ar­kerfið og grund­vallar mann­rétt­indi. Mik­il­vægt er að taka fram að hér er ekki verið að gagn­rýna kap­ít­al­isma – ein­ungis nýfrjálsa […]

ótitlað

við erum þetta unga fólk sem neitum að bera harm okkar í hljóði hrópum hann frekar út í eilífðina fyrir okkur og ykkur sem komuð á undan lifum samt á kósý krakkavíni og kókómjólk (úr höfrum) grátum jafnvel grenjum það er í lagi segjum síðan nei þetta er ekki í lagi þegar það á við […]

Andrésblaðakenningin

Ég var á leiðinni í partý með félaga mínum. Við vorum eins ólíkir og hægt er að ímynda sér, hann var nýútskrifaður úr lögfræði á þeim tíma, fínn og frambærilegur, hefði ábyggilega verið kosinn „líklegastur til að verða nýríkur“ í grunnskóla hefði það verið valmöguleiki. Ég var hins vegar að læra ritlist og á milli […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Gleymið pólitískri ljóðlist

  Pólitísk ljóðlist fyllir mig von. Allt er mögulegt í pólitískri ljóðlist. Valhopp ímyndunaraflsins kemur í stað yfirvalda. Pólitísk ljóðlist ofsækir ekki minnihlutahópa nema í undantekningatilfellum: Annað hvort minnist hún ekki á þá, eða hún dásamar þá, oftast nær. Pólitísk ljóðlist dáist að framkvæmdum mannanna. Ljóðskáldin skrifa eins og það sé framkvæmd, undarlega óvirk tegund […]

Uppskrift

½ dl frelsi einstaklingsins ¼ dl frelsi einstaklingsins 3 dl frelsi einstaklingsins 1 tsk. frelsi einstaklingsins smá frelsi einstaklingsins ef vill frelsi einstaklingsins af hnífsoddi Þetta er frábært frelsi einstaklingsins sem þarf aðeins að setja í skál og hræra lauslega saman. Stráið frelsi einstaklingsins yfir. Til að toppa þetta alla leið er snilld að hella smá frelsi […]

Vegan Migas eða brauð handa hungraðri alþýðu á 1. maí

Þessi uppskrift er úr bók sem kemur út í lok vikunnar, hún heitir: Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta! Matreiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Þetta er einn af mínum uppáhaldsréttum í bókinni, hér er unnið gegn matarsóun með því að nota gamalt brauð, sótsporið […]

Þrír prósar

Vélasalurinn Það er skipst á vöktum við gangverk auðvaldsins. Vinstri öflin leysa hægri öflin af og svo öfugt. Í vélasalnum hafa allir hlutverki að gegna og engum dettu í hug að bregðast skyldu sinni. Dagarnir eru misgráir í þessu ríki auðs og frama. Árin líða og áratugir án þess að snurða hlaupi nokkru sinni á […]