Þorvaldur S. Helgason

Reyndu að lofa hinn afskræmda heim

Reyndu að lofa hinn afskræmda heim. Mundu löngu júnídagana, og villt jarðarber, dropa af rósavíni. Brenninetlurnar sem þekja skipulega yfirgefin heimkynni útlaga. Þú verður að lofa hinn afskræmda heim. Þú fylgdist með glæstum snekkjum og skipum; eitt þeirra átti langa ferð framundan, á meðan óminni saltsins beið hinna. Þú hefur séð veglausa ferð flóttamannanna, þú […]

Úr Bréfum til James Alexander eftir Jack Spicer

3. Það er ekki tilbreytingarleysi náttúrunnar heldur ljóðin handan náttúrunnar sem kalla hvert á annað yfir höfðum skáldanna. Höfuð skáldanna verandi hluti af náttúrunni. Það er ekki okkar að láta línur náttúrunnar stemma. Það er ljóðanna að láta línur náttúrunnar stemma. Vegna þess hve válega þær laðast að línum náttúrunnar, að höfðum okkar. Við lýsum […]

Kvöldið framundan

Klórinn í hárinu gufar upp undir birtunni frá ljósastaurnum Hitinn þurrkar gangstéttina Þú strýkur henni því þú strýkur alltaf öllu sem er hrjúft og á meðan talarðu um framtíðina:             Við gætum gengið um borgina             Brotið ljósastaura í tvennt             eins og saltstangir             Kreist rafmagnskassa             eins og svalafernur             Eins og við séum skrímsli             í gamalli japanskri bíómynd: […]

Líkhamur

Þrjú ljóð úr ljóðabókinni Líkhamur eftir Vilborgu Bjarkadóttur. Hún segir honum að í kvöld sé hún bókapersóna og því engin venjuleg stúlka. Þegar hann hyggst halda henni fastri er hún rokin í næsta kafla. Það versta er að hann hefur ekki hugmynd um á hvaða blaðsíðu hún er eða í hvaða bók svo það er […]

Miðborgarblús

Miðborgarblús handa Siggu Þegar við kynntumst smullum við strax saman bæði með snert af óhamingju í okkur og þú með eilítinn sársauka Við læddumst saman á klósettið á skítugri búllu í miðborginni til að skiptast á leyndarmálum                                  og fallegum orðum spenntum greipar á klósettskálinni                                  og föðmuðumst (manstu sprenginguna?) Bæði þá og alla tíð […]

Desembernótt og Palomino

Desembernótt Þessa desembernótt klæðist ég kjötinu og leysi fumlaust þær þrautir sem fyrir eru lagðar. Hjartslátturinn seigur vegna glimmersins í blóðinu og herðist stöðugt eftir því sem líður á. Þegar ég loksins klöngrast yfir holtið heim ærast himnastjörnurnar í trylltum fögnuði. Blóðslóðin eltir mig, tunglið líka, þú líka. Leigubílar þeysa fram og aftur um Miklubrautina, […]

Gönguferð

Éljagangur austan til á landinu, hálka eða hálkublettir á vegum. Átta háhælaðir skór hverfa ofan í kjallarann á Ellefunni. Suð-suðaustan strekkingur með snjóþekju. Kulnaður strengur skýtur frosnum þráðum. Áfram hvassviðri, jafnvel stormur í nótt. Hvítur gosbrunnur á botninum í glasinu. Frost á bilinu 1-4 stig og kólnar með kvöldinu. Sé alltaf einhvern standa og horfa […]

MUNDU, LÍKAMI

Mundu, líkami er safn þýðinga Þorsteins Vilhjálmssonar á grískum og latneskum ljóðum eftir margvíslega höfunda. Í tilefni jóla birtir Starafugl tvær þýðingar úr bókinni. Konstantínos Kavafís (1863 – 1933) er eitt fremsta skáld grískrar nútímaljóðlistar. Kavafís bjó og skrifaði í Alexandríu í Egyptalandi, sem enn var þá að miklu leyti grísk borg, og orti um […]

Kristín Svava Tómasdóttir

Úr Þunga eyjunnar

Skepnan er löt eins og fallegt karldýr og þrjósk eins og frumstætt kvendýr. Sannast sagna fer skepnan daglega um óreiðuaugnablikin fjögur, augnablikin fjögur þegar hægt er að virða hana fyrir sér þar sem hún stendur – með höfuðið milli lappanna – og rýnir í sjóndeildarhringinn með grimmdarlegu auga, augnablikin fjögur þegar krabbinn opnast: dögun, hádegi, […]

Sigurður Pálsson & Sölvi Björn Sigurðsson

Úr Uppljómunum og Árstíð í helvíti

SÖGULEGT KVÖLD (úr Uppljómunum í þýðingu Sigurðar Pálssonar) Eitthvert kvöldið, til dæmis, þegar hrekklaus túristi hefur losnað undan vorum efnahagslega hryllingi, þá er leikið snillingshendi á sembal engjanna; spilað er á spil á botni tjarnarinnar, spegillinn vekur upp mynd af drottningum og eftirlætis hirðmeyjum; þarna eru heilagar konur, slæður og samhljómandi strengir og hin víðfrægu […]

Flygildi

Fjögur ljóð úr ljóðabókinni Flygildi eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur um ástir páfagauks og skógarþrastar förum ekki á fætur horfum á trjágreinarnar útum gluggann teljum fuglana sem fljúga hjá vökum og horfum á himininn engu skiptir þó það sé skýjað sofum daginn á enda borðum súkkulaði í kvöldmat förum vörtutungl það var ekki fyrr en dóttir […]

Veruleiki

Úr Orðspor daganna (1983)

Markmiðin nálgast minnka leysast upp og hverfa niðrum eldhúsvaskinn líf mitt verður stöðugt þokukenndara í reglubundinni einsemd sinni: endurteknar hugsanir í hægum hringdansi kringum einiberjarunn Vinkonurnar sem maður hittir óvænt í fiskbúðum veruleikans: ó ég ætlaði varla að þekkja þig, ó það er svo langt síðan … (miðaldra kellingar að kaupa í soðið) einhverstaðar handan […]

Skýjafar

Þrjú ljóð úr bókinni Skýjafar eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur í nótt fjúka orðin inn í vitund mína líkt og snjókorn inn um opinn glugga innlyksa hugsa ég um botnfrosin vötn hlusta á bresti þeirra horfi á deyjandi ljós í bylnum í sumar vil ég að við hlykkjumst saman eftir strandlengjunni keyrum tvö yfir sandana – […]

Hamingjan leit við og beit mig

Þrjú ljóð úr bókinni Hamingjan leit við og beit mig eftir Elínu Eddu. Læknir Áttu einhver lyf sem breyta mér í rólegan hlyn eða kaktus sem er umlukinn tónlist? Eða er það eitthvað sem tíminn breytir mér í smátt og smátt? Sólmyrkvi Mér var sagt að það væri von á sólmyrkva í dag. Sólmyrkva sem […]

Óvissustig

Nú birtum við tvö ljóð eftir Þórdísi Gísladóttur úr bókinni Óvissustig, sem kemur út í vikunni á vegum bókaútgáfunnar Benedikts Sannleikur Hann er auðvitað truflandi en ég ætla samt að segja þér hann, þrúgandi sannleikann um líf manneskju sem er lokuð inni í gluggalausri vistarveru með flokki kvefaðra stórgripa. Hún á ekki að kvarta yfir […]

Vertu heima á þriðjudag

Myndina tók Saga Sig en ljóðin eru úr bók Bergs Ebba Vertu heima á þriðjudag. KYRRÐARSTUND Það eru engar trommur engir lúðrar engin rúða brotin Ekkert í sjónvarpinu engar fylkingar engir fánar Þvílíkan frið hef ég ekki fundið lengi Það eru tvær klukkustundir síðan ég vaknaði Ég sit rólegur í stól borða hrökkbrauð með kavíar […]

Þrjú ljóð eftir Eyrúnu Ósk

Klámblöð og kofasmíði Skítugur plastpoki fylltur regnblautum klámblöðum er ágætis ástæða til að byggja kofa. Stríðsógn Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði klukkan tólf á hádegi prófa þeir almannavarnaflauturnar. Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði hleyp ég heim eins og fætur toga læt mömmu kveikja á útvarpstækinu og stilla á RÚV. Hver segir að kjarnorkustyrjöld geti ekki […]

Þula ‒ jöklabréf

Peningar bragðast eins og aska. Ég bjó þar til nýlega undir jökli, eins og þú veist. Að vinna, ég þarf enn að borða. Úti í sveit, mögulega haldinn votti af útópískri þrá, löngun til að stíga út fyrir samfélagið, búa til nýtt samfélag einhvers staðar langt í burtu. Sem er auðvitað kjaftæði. Túristarnir vildu vita […]

Ljóð eftir Ástu Fanneyju

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Ásta Fanney Sigurðardóttir (f. 1987) er spaðaásinn í geri íslenskra ljóðskálda; hörpuleikari, kántrísöngkona og myndlistarkona. Hún hefur gefið út bækurnar Herra Hjúkket og Vísnabók með CD (ásamt öðrum) – von er á tveimur nýjum bókum frá Ástu síðar í vetur (eða […]

Ljóð eftir Kristínu Eiríksdóttur

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Eiríksdóttir (f. 1981) hefur verið Nýhilskáld, Bjartsskáld, Forlagsskáld, Þjóð- og Borgarleikhússkáld og alltaf fyrst og fremst sjálfssínskáld; ósambærileg rödd í íslenskri ljóðlist. Síðasta ljóðabók hennar (af fjórum hingað til) var meistaraverkið Kok (2014) sem var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Auk […]

Ljóð eftir Björk Þorgrímsdóttur

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Björk Þorgrímsdóttir (f. 1984) skrifar myrkraverk og ávaxtahnetti. Hún hefur gefið út ljóðabókina Neindarkennd (2014) og prósaverkið Bananasól (2013) – sem hafa báðar vakið talsverða athygli í grasrótinni. Björk er menntuð í heimspeki Wittgensteins, ritlist og bókmenntum og hefur eytt síðustu […]

Nei – fundið ljóð

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. lommi (f. 1983) er ærslabelgur á ekki ósvipaðan máta og tundurdufl eru flotholt. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Gengismunur (2010), Dr. Usli (2009) og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008). Hann var eitt sinn meðlimur í ljóðahljómsveitinni Músífölsk (ásamt Emil Hjörvar Petersen), hefur […]

Ljóð um dóttur mína

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) er uppgjafa framúrstefnuskáld, útnárabúi og úrvinda skáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, þar á meðal Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum! (2007) sem er án efa ein þyngsta ljóðabók aldarinnar (í grömmum talið). Hann […]

Ljóð eftir Kristínu Svövu

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Kristín Svava (f. 1985) er sagnfræðingur og fyrrum póstberi úr vesturbænum. Hún hefur gefið út bækurnar Blótgælur (2007), Dr. Usli (2009) , Skrælingjasýningin (2011), Stormviðvörun (2015) og vinnur nú að ritsafni um klám. Nýlenduherrarnir Það gengu svo viðkunnanlegir Danir á undan […]

Tvö ljóð eftir Hallgrím Helgason

Hallgrímur Helgason (f. 1959) er rithöfundur, myndlistarmaður og pistlahöfundur. Eftir hann liggja fjölmargar skáldsögur, eitt ljóðasafn, íslensku bókmenntaverðlaunin 2001, örfá bönk í bifreið forsetisráðherra, fjölmargir pistlar sem birst hafa víða – og von er á nýrri ljóðabók eftir hann hjá Forlaginu í vetur. Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda […]

Tvö ljóð eftir Soffíu Láru

Soffía Lára (f. 1993) vill almennt aðeins meira ógeð í ljóðum og ókeypis kakó í bönkum – og hefur verið kölluð vélbyssukjaftur af þeim sem hafa hlýtt á upplestra hennar. Eftir hana liggja ljóðabækurnar; Höfuðmyrkur (2013), Leiðirnar til himna (2014) og Fljúga hvítar kanínur (2016).

Ljóð eftir Athenu Farrokzhzad

Sunnudagskvöldið 2.október, á Gauknum, Tryggvagötu 22, halda Starafugl og Samtök ungra skálda (SUS) ljóðapartí. Heiðursgestur kvöldsins, Athena Farrokhzad (f. 1983), er sænskt ljóðskáld af írönskum uppruna. Ljóðabók hennar Hvítsvíta, sem er væntanleg á íslensku, vakti gríðarmikla athygli í heimalandi hennar, var tilnefnd til Augustpriset og fleiri verðlauna og hefur komið út víða um heim. Eiríkur […]

Þrjú ljóð eftir Kára Pál

Ljóð úr bókinni Ekkert tekur enda eftir Kára Pál Óskarsson.Útgefandi er Deigma. Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum. (Myndljóðið að ofan er líka eftir Kára Pál) Það er alltaf einhver neðar í fæðukeðjunni. Eirgræna nú á öllu, einnig skýjum, birtubrigðum, plöntum, minningum, orðum. Of mikill orðaforði. Hunskastu. Annarlegar kvöldstundir í furðuheimum. Illa lyktandi kjallaraherbergi. Lexía […]

Stærðin skiptir máli

Ljóð úr bókinni Bréf, áeggjanir og hugleiðingar um lífsbrandarann eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson. Myndir bókarinnar eru eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson og Morgan Betz (myndin sem fylgir hér er eftir Sigtrygg). Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum. Stærðin skiptir máli Eruð þér lítt vaxinn niður, bróðir? Látið eigi blekkjast af fagurgala móðurlegra fljóða er litið hafa […]

Þrjú ljóð eftir Maríu Thelmu

Þrjú ljóð úr bókinni Skúmaskot eftir Maríu Thelmu SOS! Ég týndi sjálfsvirðingunni á djamminu og hana er hvergi að finna í óskilamunum. Billie Holiday Ég er gamaldags kasettutæki sem spilar bara þig og Gloomy Sunday á repeat 101 Reykjavík Samskipti ykkar eru eins og nýju hótelin í 101. Eftirlíking á því sem var og byggð […]

Ljóð um greint rými og fleiri stök

Þeim fjölgar sem keyra um á svifbrettum; þeim fjölgar sem kjósa almenningssamgöngur; þeim fjölgar sem ganga með múslimaslæður; þeim fjölgar sem borða á veitingastöðum þegar þeir nenna ekki að elda; þeim fjölgar sem æxlast, tímgast, stunda kynlíf og geta börn. Þróunin er augljós þeim sem vilja sjá hana. En það vilja ekki allir sjá hana. […]

NAZIFIER

Bertolt Brecht var Þjóðverji og samt ekki nasisti. Þvert á móti var hann and-nasisti, vegna þess að hann var kommúnisti. Á ákveðnu tímabili var það skringileg staða og lífshættuleg. Ógnin teygði sig norður á Atlantshafseyríkið okkar með ýmsum hætti: í fyrsta lagi var Hermann Jónasson forsætisráðherra í landinu mótfallinn því að veita þeim gyðingum nokkurt […]