Flest sem maðurinn gerir og framkvæmir, er og hefur verið flokkað á ýmsa vegu. En sú flokkun sem virðist gilda í þeim efnum í dag hefði líklega ekki verið mikils metin fyrir 50 árum, hvað þá einni öld !
Til dæmis er mat manna á listum í dag komið svo óralangt frá því sem áður gilti, að fjölmargt er talið til listaverka nú á tímum sem hefði verið álitið einskisvirði hér áður og tilheyra rusli frekar en list. Og listfræðingarnir, sem eiga náttúrulega að vera fróðustu menn samtímans um það hvað sé list, eiga stóran þátt í því hvernig málum er komið. Þeir einir vilja fá að túlka og tjá listaverkin og eftir þeirra umfjöllun er oft svo, að enginn er meira klumsa en „listamaðurinn” sjálfur !
En fólk með allar hugsanlegar listagráður endasendist í dag um heiminn á styrkjum frá háskólum og menningarstofnunum, og er að eigin sögn og annarra að vinna að list sinni, þó árangurinn sé oft og tíðum mjög svo undarlegur að margra dómi.
Rithöfundurinn Rúnar Kristjánsson skrifar um opinbera styrki til lista via Brotalamir í menningargeiranum ? – undirborginni.blog.is.