Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta,” segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu.
„Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“
via Vísir – Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir.